spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBorce: Við erum tilbúnir núna

Borce: Við erum tilbúnir núna

Borche var eldhress að leikslokum enda sigurtilfinningin eins og leiftur um nótt, langt fram á horfinni öld:

Borche, þú hlýtur að vera afskaplega ánægður með þennan sigur enda tapleikirnir orðnir ansi margir í röð?

Já, eftir 5 eða 6 umferðir þá loksins náum við sigri! Ég er mjög ánægður með effortið hjá leikmönnum. Við gerðum vissulega einhver mistök varnarlega, einkum í tengslum við hindranir, en við erum enn svolítið að finna okkur – sérstaklega þar sem að við fáum Kevin inn í liðið og Matta aftur úr meiðslum. Við þurfum að finna hvernig liðið virkar best og aðlaga okkur að breytingunum.  Okkur líður mikið betur núna og finnum til meira sjálfstrausts með Matta og Kevin. En ég vil benda á að við höfum Skúla Kristjáns og hann er góður leikmaður sem er tilbúinn til að spila og skila mínútum.

Þú breyttir byrjunarliðinu í þessum leik, Siggi byrjaði á bekknum og Trausti byrjaði í hans stað…

Siggi byrjaði á bekknum því að hann æfði ekki alla vikuna vegna meiðsla á kálfa, hann kenndi sér meins eftir Stjörnuleikinn. Ég held að hann sé í lagi nú eftir leikinn en hann þarf núna hvíld en svo byrjum við að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Breiðablik.

Jájá, þetta leit ágætlega út, Trausti skilaði fínu hlutverki í kvöld…

Já, Trausti er að spila af meira sjálfstrausti núna og það er eitt af því sem við þurftum á að halda. Kevin og Matti hleypa meira sjálfstrausti í liðið, Trausti skilar alltaf frábæru verki varnarlega og með Matta og Kevin skilar Trausti meiru sóknarlega. Þetta kemur með auknu sjálfstrausti og fleiri mínútum.

Einmitt, það er bjartara yfir þessu núna og liðið virðist alveg að verða tilbúið ef svo má segja…

Við erum tilbúnir núna, kannski ekki alveg 100% en verðum nær því með hverjum leik. Ég geri auðvitað ráð fyrir því að vera í úrslitakeppninni og býst við því að liðið verði í toppstandi þá.

Já, þetta er á hraðri uppleið hjá ykkur?

Já, algerlega!

Meira um leikinn hér

Karfan fékk ekki að heyra í Haukamönnum en Karfan fyrirgefur Ívari strax enda hefur hann um margt að hugsa eftir arfaslakan leik í kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -