spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBoltinn Lýgur Ekki: Rassaklípingar í Þorlákshöfn, Valur í playoffs og Chris Paul...

Boltinn Lýgur Ekki: Rassaklípingar í Þorlákshöfn, Valur í playoffs og Chris Paul í Klötsinu

Véfréttin fékk Þann Raunverulega, Tómas Steindórsson í morgunkaffi til þess að fara yfir stöðuna í Dominosdeild Karla og í NBA deildinni. Þá er heimshornið á sínum stað.

Í Dominos-hlutanum er fjallað um Vesen í Grindavík, mótíveraða Valsmenn, Svala í stúkunni, hvaða Þór er alvöru Þór, grunna KR-ingar, sterka Njarðvíkinga, trúaðan Chaz og Gargandi þjálfara.

Í NBA hlutanum er fjallað um mögulegar breytingar á fyrirkomulagi úrslitakeppninnar, hvort Oklahoma City sé með alvöru lið, Clutch Paul, Treidandi Pistons, Englaborgarliðin, gott gengi Boston Celtics og áframhaldandi sokkaát Véfréttarinnar.

Hver þáttur af Boltinn lýgur ekki er tileinkaður einum litríkum karakter og að þessu sinni er það Brynjar Þór Björnsson og honum fylgir tónlist frá heimaslóðum hans úr Laugarnesinu

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Dagskrá:

00:00 – Létt Hjal
02:20 – Brynjar Þór Björnsson
06:55 – Dominos deild karla
51:10 -Heimshornið
52:50 – NBA deildin

Fréttir
- Auglýsing -