Nýjasti þátturinn af Boltinn lýgur ekki er kominn út. Að þessu sinni eru gestur þáttarins fyrrum landsliðskonan Ragna Margrét Brynjarsdóttir.
Litríkur leikmaður vikunnar er Birna Valgarðsdóttir, og þar sem hún er frá Sauðárkróki er tónlist þáttarins úr Skagafirðinum. Úlfur Úlfur.
Farið var vítt og breytt yfir Dominosdeildir kvenna og karla. Fyrst er almenn umræða um Dominosdeild kvenna, hvaða lið fara í playoffs, vilja allir forðast Val og hver verður bikarmeistari?
Þá er farið í Dominosdeild karla. Véfréttin skellti sér í Ásgarð og tók upplifunina alla leið. Stórleikur í 2. Deild. Hvort er verri stemmning hjá Grindavík eða Val og hvað þarf að gerast þar? Eru KR versta liðið til þess að tala um? Hverjir fara niður? Eru Njarðvíkingar skrefi á eftir toppliðunum og margt fleira.
Í NBA hluta þáttarins þá kveður Ragna Margrét okkur og Véfréttin og Davíð Eldur fara yfir stöðuna í bestu deild heims. Matin Luther King dags-uppgjör. Utah Jazz á flugi. Eru Denver alvöru lið? Lakers hornið. Celtics ást frá Eldinum. Krísa í Houston. Hverjir taka 2 sæti í austrinu og hver tekur 8. í vestrinu? Þá veittum við öll stóru verðlaunin fyrir fyrri hlutann enda tímabilið um það bil hálfnað.
Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.
Dagskrá:
00:00 – Létt Hjal
03:30 – Birna Valgarðsdóttir
06:00 – Dominos deild kvenna
19:00 – Dominos deild karla
1:06:00 – NBA deildin