Véfréttin fékk góðann vin þáttarins, Hörð Unnsteinsson í heimsókn í Vesturbæinn til þess að fara yfir fregnir þess að NBA deildin sé að fara af stað aftur. Rætt var um endurkomu NBA deildarinnar, 8 bestu lið sögunnar sem unnu ekki titil, tímabilið 1991-1992 og tímabilið 2003-2004.
Breytti Rasheed Wallave treidið sögunni? Hvað þurftu Knicks á 10unda áratugnum? Hversu góður var Kevin Garnett raunverulega? Voru Bulls betri 1992 heldur en 1996? Hefði D’Antoni átt að fá MVP 2005? Og margt fleira.
Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.