Þær sorgarfréttir bárust á sunnudaginn að körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant hefði látist í þyrsluslysi.
Í þessari síðustu upptöku af Boltinn Lýgur Ekki er farið yfir feril leikmannsins og hvaða áhrif hann hafði á íþróttina, bæði sem leikmaður, sem og eftir að hann hætti að spila.
Gestur þáttarins er Hrafn Kristjánsson, þjálfari Álftnesinga í fyrstu deildinni og aðdáandi Los Angeles Lakers til margra ára.
Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.