Fyrr í dag komu þær fréttir að Dominos og fyrstu deildum á Íslandi hafi verið frestað. Þá hafði leik verið frestað í NBA deildinni í Bandaríkjunum fyrir síðustu helgi og verður það að teljast ólíklegt að hún haldi áfram næstu mánuðina. Heilt yfir mjög erfiðar, en á sama tíma skiljanlegar fréttir fyrir körfuknattleiksheiminn.
Boltinn Lýgur Ekki fer vel yfir stöðu beggja deilda í þessari síðustu upptöku. Þá gera þeir einnig ráð fyrir að öllum tímabilum sé lokið og fara því í allsherjar verðlaunaafhendingar fyrir bæði Dominos deild karla og NBA deildina. Þar eru valin þrjú úrvalslið fyrir hvora deild, verðmætasti leikmaður, besti varnarmaður, sjötti maður, þjálfari ársins, mestu framfarir og margt fleira. Þá eru einnig mikið af sprelliflokkum. Hver er líklegastur til að kveikja sér í sígó eftir leik, versta hárið, besta skeggið og margt fleira skemmtilegt.
Litríkur leikmaður þáttarins er einn sigursælasti leikmaður og þjálfari efstu deildar, Sigurður Ingimundarson, en honum fylgir tónlist frá heimaslóðum hans í Keflavík af nýútkominni plötu tónlistarmannsins Kilo, sem ber nafnið Heart of Gold.
Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.
Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni eru Sigurður Orri, Tómas Steindórsson og Davíð Eldur.
Dagskrá
00:30 – Ákvörðun dagsins: Öllu aflýst
14:00 – Dominos deild karla: Verðlaunaafhending
54:00 – NBA deildin: Verðlaunaafhending