Véfréttin skellti sér í miðbæinn til þar sem Sá Raunverulegi er til húsa og tóku þeir félagarnir stöðuna.
Litríkur leikmaður vikunnar er Shawn Kemp og venju samkvæmt fylgja tónar frá heimaslóðum hans í Indiana fylki Bandaríkjanna.
Strákarnir tóku fyrir hin ýmsu málefni.
Hvaða leikmenn voru flottir í 4+1 kerfinu en minna flottir í dag? Ofmetnir Njarðvíkingar, pabbastrákar á Sauðárkróki, 1. deild karla, yfirlýsingar Brynjars um smitsjúkdóma, óverðskuldaður úrvalsdeildarbolti að Hlíðarenda á næstu leiktíð og margt, margt fleira.
Í NBA hlutanum voru Clippers skoðaðir, hvort að Harden þurfi háloftamiðherja, hvers vegna gamlir leikmenn sem núna eru lýsendur hata deildina sína og þá tók Tómas sig til og spáði fyrir um alla úrslitakeppnina eins og hún lítur út í dag.
Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.
Dagskrá:
00:00:00 – Létt hjal
00:01:50 – Litríkur leikmaður vikunnar er Shawn Kemp
00:07:00 – Dominosdeildin
00:46:45 – Brynjar og veiran
00:50:35 – 4+1 All Stars
01:04:25 – 1. deildin
01:13:00 – NBA