Ófarir Chicago Bulls héldu áfram í nótt þegar þeir töpuðu
fyrir Milwaukee þar sem Andrew Bogut átti góðan leik. Chicago hefur nú tapað
9 leikjum og aðeins unnið 6 í vetur.
Á sama tíma átti Monta Ellis frábæran leik fyrir Golden State í sigri á
Indiana þar sem hann skoraði 45 stig, en Ellis hefur verið sjóðheitur að
undanförnu. Þá vann Dallas Philadelphia naumlega og Utah vann Memphis nokkuð
örugglega.
Úrslit næturinnar:
Milwaukee 99 Chicago 97
Dallas 104 Philadelphia 102
Utah 120 Memphis 93
Golden State 126 Indiana 107