spot_img
HomeFréttirBobcats verða Hornets

Bobcats verða Hornets

Michael Jordan, aðaleigandi Charlotte Bobcats, ætlar að breyta nafninu á liðinu í Charlotte Hornets en eflaust eru einhverjir NBA áhugamenn þarna úti sem muna að það nafn hefur áður verið í NBA og innihélt liðið þá t.d. stórstjörnur á borð við Larry Johnson og Alonzo Mourning svo einhverjir séu nefndir.
 
Þetta á víst að vera tilkynnt í dag opinberlega en Adam Silver sem gegnir þungavigtartitlinum NBA deputy commissionar and COO hefur sagt að það taki Bobcats um 18 mánuði að breyta nafninu sína. Þetta þýðir að Charlotte geti orðið Hornets á ný fyrir 2014-2015 tímabilið í NBA deildinni.
 
Hornets voru í Charlotte-borg frá 1988-2002 áður en þáverandi eigandi þeirra George Shinn fór með liðið til New Orleans. Hornets er laust á ný því á dögunum þá breyttu New Orleans Hornets um nafn og heita í dag New Orleans Pelicans.
 
Umskiptin eru eins og áður segir tímafrek og eflaust ekki Jordan að kostnaðarlausu en að Bobcats verði Hornets þykir í dag líklegasta niðurstaðan.
 
Mynd/ Kemba Walker er einn aðalleikmaður Bobcats en félagið afrekaði það á síðustu leiktíð að ná lakasta árangri í sögu NBA deildarinnar. Þeir tóku þó stórstigum framförum í vetur og klifruðu af botninum í austrinu…höfnuðu í næstneðsta sæti. 
Fréttir
- Auglýsing -