Stjarnan lagði KR nú í hádeginu í úrslitaleik VÍS bikarkeppni 11. flokks stúlkna, 67-76

Lykilleikmaður Stjörnunnar í leiknum var Bo Guttormsdóttir Frost með 23 stig, 8 fráköst, 3 stolna bolta, 2 varin skot og 24 framlagsstig fyrir frammistöðuna. Þá átti hún átti rosalegan kafla í byrjun fjórða leikhlutans þar sem hún stelur nokkrum boltum og setur ein 8 stig í röð, en KR náði aldrei að vinna niður forskotið sem Stjarnan náði að skapa sér þá.