spot_img
HomeFréttirBlóðtaka í dómarastéttinni

Blóðtaka í dómarastéttinni

 

Eftir að  nýtt þjálfarateymi mfl karla í Keflavík  var tilkynnt í gær er nokkuð ljóst að annar af tveimur bestu dómurum landsins kemur til með að leggja flautuna  á hilluna. Jón Guðmundsson hefur án nokkurs vafa verið einn af allra bestu dómurum landsins sl. ár og er óhætt að segja að sú viðurkenning er verðskulduð en um leið ekki auðlega áunninn.  Víðtæk reynsla Jóns sem bæði leikmaður og svo þjálfari hefur án nokkurs vafa vegið þungt þegar kemur að góðri tilfinningu hans á leiknum.  Í þau skipti sem undirritaður hefur verið nærri til að heyra samskipti Jóns við leikmenn og/eða þjálfara hafa þau samskipti ávallt verið á faglegum nótum. 

Jón var valinn besti dómari deildarinnar tímabilið 2011-2012 og rauf hann þá sjö ára sigurgögnu Sigmundar Herbertssonar (sem síðan þá hefur tekið fjóra aðra titla)   Það verður augljóslega eftirsjá hjá líkast til flestum í hreyfingunni af Jóni sem dómara en fróðlegt verður þó að fylgjast með kappanum á hliðarlínunni að skóla kollega sína á komandi tímabilum. 

 

MYND: Jón Guðmunds í þeim sporum sem hann verður á nk. tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -