Hamarsmenn hafa orðið fyrir gríðarlegri blóðtöku í 1. deild karla þar sem miðherjinn Ragnar Nathanaelsson meiddist á innra liðbandi í hné fyrir skemmstu og verður líkast til ekki með Hvergerðingum í baráttunni fyrir áramót.
Ragnar er einn af lykilleikmönnum Hamars og er 218 cm að hæð en hann gerði 5,5 stig og tók 8,3 fráköst að meðaltali í leik með Hamri í Iceland Express deildinni á síðustu leiktíð.
Lárus Ingi Friðfinnsson formaður KKD Hamars staðfesti þessi tíðindi í samtali við Karfan.is og sagði það mat lækna að Ragnar yrði ekki með Hamri fyrr en um áramót.