spot_img
HomeFréttirBlóði drifinn Bæringsson

Blóði drifinn Bæringsson

22:25

{mosimage}

 

 

 

 

Hlynur Bæringsson fékk heldur betur að finna fyrir því í Georgíu frammi fyrir troðfullu húsi þegar íslenska landsliðið varð að sætta sig við 15 stig ósigur gegn heimamönnum 80-65. Í upphafi leiks „blóðgaði“ Zaza Pachulia, leikmaður Atlanta Hawks í NBA deildinni, Hlyn með þeim afleiðingum að hann varð að fara af leikvelli. Hlynur er þó þekktur fyrir allt annað en að gefast upp og kom strax aftur inn á leikvöllinn í 2. leikhluta.

 

„Hann var að klára layup (sniðskot) og olnboginn á honum endaði í andlitinu á mér með þessum afleiðingum. Þetta er hrikalega hraustur náungi,“ sagði Hlynur í samtali við Karfan.is. „Ég kom aftur inn á í 2. leikhluta en hefði betur geymt það, ég fann að ég var svolítið vankaður enn þá en ég fann ekkert fyrir þessu í síðari hálfleik,“ sagði Hlynur en mikið blæddi úr honum við höggið.

 

 

{mosimage}

 

Hlynur er búinn að jafna sig á högginu og er klár í slaginn gegn Lúxemburg annað kvöld. „Við verðum að vinna á morgun og við ætlum að enda þennan hluta keppninnar þannig að við verðum á lífi í keppninni næsta haust þegar hún hefst aftur.“

 

Rétt eins og íslenska liðið hafa Lúxemborgarar tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum í keppninni en Hlynur hefur áður leikið gegn Lúxemburg og segir íslenska liðið vel geta unnið leikinn á morgun.

 

Símamyndir: Hrannar Hólm 

 

[email protected]

 

 

 

{mosimage}

ÍSLAND-LÚXEMBURG

SLÁTURHÚSIÐ Í KEFLAVÍK

MIÐVIKUDAGINN 13. SEPTEMBER

KL. 20:00

Fréttir
- Auglýsing -