spot_img
HomeFréttirBlikar unnu botnslaginn

Blikar unnu botnslaginn

10:36 

{mosimage}

 

 

Breiðablik komst af botni Iceland Express deildar kvenna í gærkvöldi með sigri á Hamri í botnslag liðanna. Breiðablik hafði nauman sex stiga sigur í leiknum 74-80 þar sem Victoria Crawford fór á kostum með 41 stig og 15 fráköst í liði Blika. Hamar er því á botni deildarinnar með 2 stig en Breiðablik hefur 4 stig í næst neðsta sætinu.

 

Latreece Bagley var að vanda fyrirferðamikil í liði Hamars en í gær gerði hún 27 stig og tók 17 fráköst. Anne Flesland, norski leikmaðurinn í röðum Hamars, lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í gær og setti niður 18 stig og tók 4 fráköst. Heiðrún Hauksdóttir gerði 16 stig í liði Blika í gær og Ragnheiður Theodórsdóttir gerði níu stig.

Fréttir
- Auglýsing -