spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBlikar semja við tvo erlenda leikmenn - Covile sagt upp

Blikar semja við tvo erlenda leikmenn – Covile sagt upp

Botnlið Breiðabliks hefur skipt algjörlega um erlenda leikmenn í liðinu fyrir komandi átök í Dominos deild karla. Liðið hefur sagt upp samning við Christian Covile auk þess sem Jure Gunjina var látinn fara í byrjun desember.

Í staðinn hefur liðið samið við þá Jameel McKay og Kofi Josephs um að leika með liðinu í Dominos deildinni það sem eftir lifir keppnistímabilsins. Í tilkynningu Breiðabliks á Facebook síðu þeirra segir:

Jameel er fæddur árið 1992 og er 206cm á hæð og leikur í stöðu framherja. Jameel var í byrjunarliði Iowa State í ameríska háskólaboltanum frá árinu 2014 til ársins 2016. Þar skilaði hann 11 stigum, 9 fráköstum 2 vörðum skotum að meðaltali í leik. Síðan þá hefur Jameel spilað með Perth Wildcast í Ástralíu, RETAbet Bilbao Basket á Spáni og Neptunas Klaipeda í Litháen. Síðast lék Jameel með Windy City Bulls í NBA G-League.

Kofi Josepshs er fæddur árið 1991 og er 198cm á hæð leikur í stöðu bakvarðar. Kofi er afbragðs þriggjastigaskytta og góður varnarmaður. Keppnistímabilið 2016/2017 lék Kofi með Hertener Loewen Basketball í Þýskalandi þar sem hann skilaði 20 stigum, 4.5 fráköstum og 2 stoðsendingum í leik. Síðan þá hefur hann leikið með C.B Chantada Galicia Vento á Spáni og BC Boncourt Red Team í Sviss.

Blikar segjast binda miklar vonir við þessa leikmenn enda mikil gæði sem búi í þeim. Blikar sitja í neðsta sæti deildarinnar eftir 11 leiki með einn sigurleik. Liðið fær Grindavík í heimsókn í fyrsta leik liðsins á árinu.

Fréttir
- Auglýsing -