spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBlikar niðurlægðir af Breiðhyltingum

Blikar niðurlægðir af Breiðhyltingum

Breiðablik tók á móti ÍR í 14. umferð Dominos deildar karla í kvöld. ÍR náði í góðan sigur í síðustu umferð en Blikar hafa einungis unnið einn leik á tímabilinu.

Eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik skildi ÍR heimamenn eftir í reyknum þar sem Blikar settu einungis 8 stig í öðrum leikhluta og munurinn skyndilega orðinn nærri 30 stig.

Staðan eftir 14 mínútur var 40-28 en þá kom hræðilegur kafli hjá Blikum þar sem liðið náði einungis í tvær körfur á næstu fjórtán mínútum. Staðan þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhluta var 33-80 fyrir ÍR og leik lokið.

ÍR gat leyft sér að hvíla lykilmenn allan síðasta leikhlutann og tókst Blikum að laga stöðuna örlítið í fjórða leikhluta. Lokastaðan 68-99 fyrir ÍR.

Gerald Robinson átti hreint frábæran leik fyrir ÍR í kvöld og endaði með 36 stig og 17 fráköst auk þess að hitta virkilega vel. Kevin Capers endaði með 28 stig og 8 stoðsendingar.

Breiðhyltingar vinna þar með sinn annan leik í röð eftir dræman jólamánuð. Liðið er að ná loks saman eftir erfið meiðsli nokkurra leikmanna.

Jameel McKay var stigahæstur hjá Blikum með 15 stig en mikið af stigunum voru í lok leiks. Frammistaða Blika langt frá því að vera boðleg á þessu stigi leiksins. Liðinu skorti alla ákefð, leikgleði og vilja til að vinna. Nokkrar breytingar hafa verið á hópnum en það virðist þurfa að hrista eitthvað upp í hópnum ef liðið á að geta gert atlögu að því að bjarga sæti sínu.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Bjarni Antonsson)

Viðtöl eftir leik:

Fréttir
- Auglýsing -