Snæfell tók á móti Breiðabliki í Subway-deild kvenna í gærkvöldi. Fyrir leik höfðu bæði lið tapað öllum sínum leikjum, og því ljóst að tapliðið myndi sitja eitt á botni deildarinnar að leik loknum.
Blikar byrjuðu leikinn mun betur, og höfðu fimmtán stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Eftir það bitu heimakonur úr Hólminum í skjaldarrendur og söxuðu hægt og rólega á forskot gestanna, sem var ekki nema tvö stig þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Þá gáfu Blikar hins vegar í og höfðu að lokum átta stiga sigur, 75-83.
Brooklyn Pannell var stigahæst í liði Breiðabliks með 36 stig, en hjá Snæfelli skoraði Shawnta Shaw 27 stig.