spot_img
HomeFréttirBlikar með sigur á Skaganum í framlengingu

Blikar með sigur á Skaganum í framlengingu

Ein af viðureignum kvöldsins í 1. deild karla var milli Breiðabliks og ÍA. Leikurinn var töluvert jafn til að byrja með en Breiðablik spilar án erlends leikmans eins og er, ÍA spilar með erlendann leikmann sem .eikstjórnanda. Liðin skiptust á að leiða fram í hálfleik en staðan var þá 30-31 fyrir ÍA .
 
Seinni hálfleikur var allt annar og voru Blikarnir mun ákveðnari og náðu góðu forskoti sem hélt út 3. leikhluta og unnu þeir hann með 11 stigum. ÍA sætti sig ekki við þetta og unnu fjórða leikhluta með 10 stigum og úr varð framlenging og allt í háloftum af spennu. Það var einn maður mjög áberandi á vellinum, Þorsteinn Gunnlaugsson hjá Breiðabliki, hann fór gjörsamlega hamförum í seinni hluta leiksins og endar með 31 stig 18 fráköst 5 stoðsendingar! Hann var greinilega ekki tilbúinn að sætta sig við tap á heimavelli í kvöld og gerði allt til að koma í veg fyrir það með stór glæsilegum leik vægast sagt. Breiðablik rústaði framlengingunni 17-5 og lokatölur leiksins 92-80 fyrir Blika..
 
 
höf: Karl West
 
Fréttir
- Auglýsing -