spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBlikar lögðu Íslandsmeistarana örugglega í Origo Höllinni

Blikar lögðu Íslandsmeistarana örugglega í Origo Höllinni

Breiðablik lagði Íslandsmeistara Vals í kvöld í Origo Höllinni í Subway deild kvenna, 66-78. Eftir leikinn er Valur í 3. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Breiðablik er í 7. sætinu með 4 stig.

Fyrir leik

Liðin höfðu í tvö skipti mæst áður í vetur. Þann 13. október vann Valur í Origo Höllinni með 3 stigum, 73-70 og þann 12. desember með 26 stigum í Smáranum, 72-98.

Gangur leiks

Eftir nokkuð sterka byrjun Blika virðast heimakonur í Val ná tökum á leiknum um miðjan fyrsta leikhlutann. Staðan eftir þennan fyrsta fjórðung 19-12, þar sem að Ameryst Alston fór á kostum, með 12 stig á þessum upphafsmínútum. Í öðrum leikhlutanum ná gestirnir úr Kópavogi að snúa taflinu sér í vil. Vinna annan leikhlutann 8-15 og eru því með 5 stiga forystu þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 31-36.

Stigahæst heimakvenna í fyrri hálfleiknum var Ameryst Alston með 15 stig á meðan að fyrir Blika var það öllu jafnara, Isabella Ósk Sigurðardóttir, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir og Michaela Kelly stigahæstar með 6 stig hvor.

Blikar gera svo vel í að byggja eilítið ofaná forystu sína í upphafi seinni hálfleiksins. Eftir þrjá leikhluta munar 12 stigum á liðunum, 43-55. Í upphafi lokaleikhlutans láta Blikar svo kné fylgja kviði og setja forskot sitt mest í 19 stig. Valur kemur þó að einhverju leyti til bakaum miðjan fjórðunginn, komast 7 stigum næst þeim á lokamínútunum, en ná ekki að reka smiðshöggið. Niðurstaðan að lokum 12 stiga sigur Breiðabliks, 66-78.

Tölfræðin lýgur ekki

Breiðablik sigraði frákastabaráttu leiksins nokkuð örugglega með 54 fráköst á móti aðeins 44 hjá Val.

Atkvæðamestar

Atkvæðamest fyrir Val í leiknum var Ameryst Alston með 35 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Dagbjört Dögg Karlsdóttir bætti við 11 stigum.

Fyrir Breiðablik var það Isabella Ósk Sigurðardóttir sem dró vagninn með 25 stigum og 19 fráköstum. Henni næst kom Michaela Kelly með 17 stig og 7 fráköst.

Hvað svo?

Samkvæmt skipulagi á Valur næst leik þann 2. febrúar gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni. Breiðablik á hinsvegar ekki leik fyr en 9. febrúar, þá einnig gegn Njarðvík, en í Smáranum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -