spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBlikar krýndir deildarmeistarar eftir öruggan sigur á Skallagrím

Blikar krýndir deildarmeistarar eftir öruggan sigur á Skallagrím

Breiðablik lagði Skallagrím nokkuð örugglega í kvöld í Smáranum í fyrstu deild karla, 121-77. Breiðablik hafði tryggt sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð deildarinnar og fengu bikarinn afhentan eftir leik í kvöld. Með titlinum fylgir bein ferð upp í Dominos deildina, þar sem þeir munu leika á næsta tímabili. Skallagrímur er eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 18 stig, en þeir munu vera með í úrslitakeppni deildarinnar sem hefst innan skamms. Þar keppa 8 lið að því að vinna sér inn eitt sæti í Dominos deildinni á næsta tímabili.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins ekkert sérstaklega spennandi. Blikar tóku öll völd á vellinum í fyrsta leikhluta og héldu þeim út leikinn. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálflleik var staðan 56-44 og alveg einhver von fyrir Skallagrím að komast aftur inn í leikinn. Þá von drápu heimamenn algjörlega í þriðja leikhlutanum, en fyrir lokaleikhlutann voru þeir 34 stigum yfir, 88-54. Eftirleikurinn nokkuð auðveldur, lokaniðurstaðan 44 stiga sigur deildarmeistaranna, 121-77.

Atkvæðamestur í liði heimamanna í kvöld var Rubiera Rapaso Alejandro með 29 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir gestina úr Borgarnesi var það Eyjólfur Ásberg Halldórsson sem dró vagninn með 14 stigum, 15 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Viðtal / Viktor Rivin

Fréttir
- Auglýsing -