Breiðablik lagði Fjölni í kvöld í fyrstu deild karla, 103-109. Eftir leikinn er Breiðablik í 1.-2. sæti deildarinnar með 16 stig líkt og Hamar á meðan að Fjölnir er í 7.-9. sætinu með 6 stig líkt og Hrunamenn og Selfoss.
Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leik kvöldsins var Matthew Carr Jr., sen hann skoraði 42 stig, tók 8 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þá bætti Johannes Dolven við 19 stigum og 21 frákasti.
![](https://www.karfan.is/wp-content/uploads/2021/03/159898557_718949082102685_507706557913542366_n-1024x683.jpg)
Fyrir gestina úr Kópavogi var það Samuel Prescott Jr. sem dróg vagninn með 36 stigum og 5 fráköstum og þá bætti Árni Elmar Hrafnsson við 16 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum.
![](https://www.karfan.is/wp-content/uploads/2021/03/sveinbjorn-1024x683.jpg)
Bæði lið leika næst 19. mars. Fjölnir heimsækir Vestra á Ísafjörð á meðan að Breiðablik tekur á móti Hamri í Smáranum.