spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBlikar fallnir og Ívar yfirgefur liðið eftir tímabilið

Blikar fallnir og Ívar yfirgefur liðið eftir tímabilið

Keflavík lagði Breiðablik nokkuð örugglega í Smáranum í kvöld í 20. umferð Subway deildar karla, 89-108. Eftir leikinn er Keflavík í 2.-3. sæti deildarinnar með 28 stig líkt og Njarðvík á meðan að Breiðablik er í 11. sætinu með 4 stig.

Atkvæðamestur fyrir Keflavík í leiknum var Remy Martin með 25 stig og 6 stoðsendingar. Fyrir Blika var Keith Jordan atkvæðamestur með 23 stig og 8 fráköst.

Þar sem aðeins tvær umferðir eru eftir og 6 stigum munar á Breiðablik í 11. sætinu og Haukum í 10. sætinu eru Blikar fallnir í fyrstu deildina. Þangað munu þeir fylgja liðinu í 12. sætinu Hamri.

Ívar Ásgrímsson þjálfari Breiðabliks staðfesti það í viðtali við Vísi eftir leik að hann myndi ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -