spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBlikar byrja á sigri gegn Selfossi

Blikar byrja á sigri gegn Selfossi

Fyrsta deild karla hófst einnig í kvöld með einum leik. Þar tóku Blikar sem féllu úr Dominos deildinni á síðustu leiktíð á móti Selfossi.

Eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik þá slitu Blikar sig frá Selfyssingum í seinni hálfleik. Að lokum unnu Blikar öruggan 98-70 sigur á Selfossi.

Larry Thomas átti frábæran leik fyrir Breiðablik og endaði með 40 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta. Hilmar Pétursson var einnig öflugur með 14 stig. Hjá Selfossi var Ragnar Magni Sigurjónsson stigahæstur með 19 stig.

Breiðablik-Selfoss 98-70 (21-19, 27-22, 25-12, 25-17)

Breiðablik: Larry Thomas 40/8 fráköst/6 stolnir, Hilmar Pétursson 14/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinbjörn Jóhannesson 10/8 fráköst/3 varin skot, Dovydas Strasunskas 9, Árni Elmar Hrafnsson 8, Snorri Vignisson 8/8 fráköst, Sigurður Pétursson 4, Adam Smári Ólafsson 3, Sigurður Sölvi Sigurðarson 2, Steinar Snær Guðmundsson 0, Hafsteinn Guðnason 0, Ólafur Gunnar Þorsteinsson 0.

Selfoss: Ragnar Magni Sigurjónsson 19/4 fráköst, Alexander Gager 18/7 fráköst, Kristijan Vladovi 11/6 stoðsendingar, Bergvin Einir Stefánsson 6, Arnór Bjarki Eyþórsson 5, Svavar Ingi Stefánsson 5,

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Bjarni Antonsson)

Fréttir
- Auglýsing -