spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBlikar bjóða fyrstir uppá courtside svítu

Blikar bjóða fyrstir uppá courtside svítu

Önnur umferð Dominos deildar karla fór af stað í gær með tveimur leikjum. Liðin í deildunum eru á fullu að gera umgjörðina í kringum leikina sem besta og stundum koma nýjungar sem ekki hafa sést áður á Íslandi.

Blikar eru með eina slíka í ár. Í leiknum í gær gegn Stjörnunni kynnti Breiðablik Coca Cola courtside svítuna. Hugmyndin er frá NBA deildinni þar sem stjörnunnar og aðrir velunnarar sitja alveg við völlinn í courtside sætum.

Coca-Cola courtside sætin verða á heimaleikjum Breiðabliks í Smáranum í vetur. Til að vígja sætin voru þeir Kristinn Friðriksson og Hermann Hauksson fyrrum leikmenn og liðsmenn Körfuboltakvölds auk Ólafs Þórs Jónssonar ritstjóra Körfunnar og Hannesar S. Jónssonar formanns KKÍ fengnir í verkið.

Það er alltaf til sóma þegar bætt er í umgjörð í kringum leikina. Það er því vonandi að courtside sætin eigi eftir að njóta vinsælda í vetur hjá velunnurum Breiðabliks og annarra.

 

Fréttir
- Auglýsing -