Önnur umferð Dominos deildar karla fór af stað í gær með tveimur leikjum. Liðin í deildunum eru á fullu að gera umgjörðina í kringum leikina sem besta og stundum koma nýjungar sem ekki hafa sést áður á Íslandi.
Blikar eru með eina slíka í ár. Í leiknum í gær gegn Stjörnunni kynnti Breiðablik Coca Cola courtside svítuna. Hugmyndin er frá NBA deildinni þar sem stjörnunnar og aðrir velunnarar sitja alveg við völlinn í courtside sætum.
Coca-Cola courtside sætin verða á heimaleikjum Breiðabliks í Smáranum í vetur. Til að vígja sætin voru þeir Kristinn Friðriksson og Hermann Hauksson fyrrum leikmenn og liðsmenn Körfuboltakvölds auk Ólafs Þórs Jónssonar ritstjóra Körfunnar og Hannesar S. Jónssonar formanns KKÍ fengnir í verkið.
Það er alltaf til sóma þegar bætt er í umgjörð í kringum leikina. Það er því vonandi að courtside sætin eigi eftir að njóta vinsælda í vetur hjá velunnurum Breiðabliks og annarra.
Útsýnið frá fyrsta heimaleik @BreidablikKarfa
CourtSide-svítan trítar þig eins og kóng/drottningu! Mæli eindregið með þessum pakka.
Takk fyrir okkur,@hhalldors pic.twitter.com/Sl8y9iFyR1— Kristinn G. Friðriks (@KiddiGun) October 11, 2018
Elska þegar lið gera eitthvað extra í umgjörð! Mikill heiður að fá að vera í fyrstu Courtside sætunum í deildinni. Takk fyrir mig @BreidablikKarfa! pic.twitter.com/FKRGXb1uzt
— Ólafur Þór Jónsson (@olithorj) October 11, 2018