Breiðablik gefur frítt inn á tvíhöfðann sem fram fer í Smáranum næsta föstudag þegar meistaraflokkar félagsins taka á móti Grindavík og FSu. Kvennaleikurinn hefst kl. 18.00 þegar Breiðablik mætir Grindavík í 1. deild kvenna og í 1. deild karla mætast Blikar og FSu kl. 20:00.
Í tilkynningu frá Breiðablik segir ennfremur:
Grillaðir hamborgarar frá kl. 17:30 til kl. 18 og svo aftur milli kl. 19:15 til kl. 20. Hamborgari og gos kr. 500. Tilvalið tækifæri fyrir alla landsmenn að sjá skemmtilega körfuboltaleiki. Yngri flokkar deildarinnar munu leiða leikmenn liðanna inn á völlinn fyrir leik. Skemmtiatriði verða í hálfleik á báðum leikjum.
Tilvalin fjölskylduskemmtun!
Mynd/ [email protected]