Véfréttin fékk þann Eldfima til þess að fara með sér yfir nýjustu vendingar í körfuboltaheiminum.
Fóru fyrst yfir fréttir vikunnar, frábæra byrjun Fjölnis í dominosdeild kvenna, brotthvarf þjálfara KR í kvennaflokki, byrjunina í 2. deild karla og umræðu um Körfuboltakvöld.
Fóru svo yfir alla leiki fyrstu umferðar í Dominosdeild karla. Hnoð í Skagafirði, ósannfærandi Grindavík fyrir austan, sokkatroð bæði Njarðvíkur og Þórs og flottann sigur Stjörnunnar í Origo höllinni.
Skoðuðu svo næstu umferð.
Í NBA hlutanum bættist Sagnfræðingurinn, Hörður Unnsteinsson við og var farið yfir úrslitin sjálf, frettir vikunnar og alls konar legasí.
Litríkur leikmaður vikunnar er Björgvin Hafþór Ríkharðsson.
Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.