Hetjur NBA eru nú hver af annari að finna sér eitthvað til dundurs á meðan verkbann er á NBA deildinni. Nýjasta útspilið er að Blake Griffin ætli sér að "troða" upp á heimasíðunni Funny or die. Funny or die er gaman síða sem þeir Will Ferrell og Adam Mckay stofnuðu.
Blake mun mæta í vinnu á þriðjudag til að byrja með í 3 daga og mun vera í því að klippa til myndbönd. Síðan er með video á vefnum sínum af stjörnum vestanhafs sem gesti í þættinum Funny or Die. "Bara að sjá hvernig þetta virkar og fer fram er nokkuð spennandi fyrir mér." sagði Blake um starfið. Þess má hinsvegar geta að um að ræða sjálfboðavinna og því fær Griffin ekki krónu né dollar fyrir störf sín.