spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBjörn Ásgeir til Selfoss

Björn Ásgeir til Selfoss

Björn Ásgeir Ásgeirsson hefur samið við lið Selfoss í 1. deild karla um að leika með liðinu á komandi tímabili. Hann kemur frá liði Vestra þar sem hann átti mjög gott tímabil á Ísafirði. Þetta kemur fram á heimasíðu Selfoss í dag.

 

Björn Ásgeir er uppalinn í Hveragerði og er því að ganga til liðs við nágranna sína og ætti að þekkja umhverfið vel. Hann var í æfingahóp fyrir U18 landsliðið og þykir gríðarlega efnilegur. 

 

Einnig var tilkynnt að Hlynur Hreinsson mun yfirgefa liðið og ætlar sér í efstu deild. Birni Ásgeiri er því ætlað að fylla í skarð Hlyns á komandi leiktíð. Á heimasíðu Selfoss segir:  „Björn Ásgeir er gríðarlega duglegur og metnaðarfullur leikmaður, einn af þeim ómetanlegu sem finnst ekki síður skemmtilegt að spila vörn en sókn. Enda hefur hann fengið þann stimpil að vera úrvalsvarnarmaður.“

 

 

Mynd: FSuKarfa.is –  Björn Ásgeir og Chris Caird, nýráðinn þjálfara liðsins við undirritun

Fréttir
- Auglýsing -