Hvergerðingar eru á fullu að þétta raðirnar fyrir komandi átök í 1. deild karla á næstu leiktíð. Í dag endurheimti félagið leikmann.
Bjarni Rúnar Lárusson er kominn heim í Hamar eftir fjögurra ára veru fyrir norðan með Þór Akureyri. Þór Akureyri unnu 1.deild karla í vetur en Bjarni spilaði tæplega 20 mínútur í leik og skilaði að meðaltali 6 stigum og 4 fráköstum.
Í tilkynningu Hamars segir: „Hamarsmenn bjóða Bjarna hjartanlega velkominn heim.“
Hamar sem tapaði úrslitaeinvígi deildarinnar á nýliðnu leiktíð ætlar sér greinilega að gera enn betur á næstu leiktíð. Fyrr í sumar fékk liðið Pálma Geir Jónsson einnig frá Þór Ak en hann var í úrvalsliði 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.