Háskólaboltinn í Bandaríkjunum er farinn á fullt skrið. Byrjunin á mótinu þetta árið hefur verið heldur áhugaverð enda mikið um óvænt úrslit.
Borgnesingurinn Bjarni Guðmann Jónsson og lið hans Fort Hays háskólinn hefur heldur betur vakið athygli eftir gærkvöldið þar sem liðið mætti liði Kansan State.
Kansas State spilar í Big Ten deildinni í fyrstu deild háskólaboltans, liðið er nánast undantekningarlaust í Mars brjálæðinu (mars madness). Fort Hays gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á Kansas State 81-68 þrátt fyrir að þrjá þjálfara hafi vantað í þjálfarateymi liðsins.
Division II Fort Hays State stuns Kansas State without two key members of its basketball coaching… – via @ESPN App
— Zach Massengile (@ZachMassengile) December 9, 2020
FORT HAYS STATE lolol https://t.co/nmz5hs9rNC
Bjarni Guðmann var í stóru hlutverki að vanda og endaði með 12 stig á 22 mínútum. Leikurinn var sýndur á stórri bandarískri sjónvarpsstöð og er óhætt að segja að Bjarni hafi hlotið athygli fyrir sína frammistöðu. Hann átti frábær tilþrif í leiknum líkt og má sjá hér að neðan:
— No Context College Basketball (@ContextFreeCBB) December 9, 2020
Our guys getting some love on Sportscenter tonight from @notthefakeSVP. "B" with some "Icelandic Basketball Stylings!" Awesome effort @fhsutigerhoops! #DefendTheFort pic.twitter.com/H8mSUzbMYO
— FHSU Athletics (@fhsuathletics) December 9, 2020
Fort Hays hafði tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins en varð með þessum sigri fyrsta liðið sem ekki spilar í efstu deild háskólaboltans til að vinna lið í stærstu deildunum á útivelli síðan árið 2000.