spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBjarni Guðmann til Fort Hays

Bjarni Guðmann til Fort Hays

Borgnesingurinn Bjarni Guðmann Jónsson hefur samið við lið í Bandaríska háskólaboltanum þar sem hann mun leika á næstu leiktíð.

Miðherjinn sterki heldur til Kansas þar sem hann mun hefja nám og leika með körfuboltaliði Fort Hays State University. Liðið leikur í NCAA II deildinni í Bandaríkjunum.

Bjarni Guðmann átti flott tímabil fyrir Skallagrím er hann var með 12,2 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í 21. leik sem hann lék fyrir liðið. Lið Skallagríms féll hinsvegar úr deild þeirra bestu og missa nú Bjarna til Bandaríkjanna.

Fréttir
- Auglýsing -