Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers töpuðu í kvöld fyrir Lincoln Blue Tigers í bandaríska háskólaboltanum, 64-76. Fort Hays eftir leikinn búnir að vinna þrjá leiki en tapa sex það sem af er tímabili.
Bjarni Guðmann var á sínum stað í byrjunarliði liðsins í leiknum. Á 20 mínútum spiluðum hafði hann frekar hægt um sig í stigaskorun, setti tvö stig, en tók 6 fráköst, gaf stoðsendingu og stal bolta. Næsti leikur Fort Hays er gegn Northwest Missouri State 14. janúar.