spot_img
HomeFréttirBjarni Guðmann og Fort Hays lögðu Newman

Bjarni Guðmann og Fort Hays lögðu Newman

Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers unnu sinn annan leik í röð í nótt þegar að þeir lögðu lið Newman í bandaríska háskólaboltanum, 69-64. Fort Hays það sem af er tímabili unnið sex leiki og tapað átta.

Á 17 mínútum spiluðum í leik næturinnar skilaði Bjarni Guðmann 3 stigum, frákasti, stoðsendingu, stolnum bolta og vörðu skoti. Næst leika Tigers gegn Central Oklahoma komandi laugardag 6. febrúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -