spot_img
HomeFréttirBjarni Guðmann og Fort Hays báru sigurorð af Central Missouri

Bjarni Guðmann og Fort Hays báru sigurorð af Central Missouri

Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers lögðu í gærkvöldi Central Missouri í bandaríska háskólaboltanum, 84-48. Leikurinn sá þriðji sem Tigers vinna í röð, en þeir hafa það sem af er tímabili unnið ellefu leiki og tapað níu.

Bjarni Guðmann var á sínum stað í byrjunarliði Tiger í leiknum. Á 17 mínútum spiluðum skilaði hann tólf stigum. Næsti leikur Fort Hays er gegn Missouri Western komandi þriðjudag 23. febrúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -