Valsmenn hafa sett penna á blað og endurnýjað samninga við Bjarna Geir Gunnarsson og Ragnheiði Benónísdóttur. Ragnheiður er fædd árið 1994 og hefur spilað með meistaraflokk Vals síðastliðin ár. Hún tók þátt í öllum leikjum Vals á síðasta tímabili og spilaði að meðaltali 12 mínútur í hverjum leik en fékk aukið hlutverk þegar komið var í úrslitakeppnina og spilaði þar 20 mínútur að meðaltali og skoraði á þeim mínútum 6 stig að meðaltali og hirti 4 fráköst.
Bjarni Geir Gunnarsson er einnig ungur og efnilegur leikmaður en hann er fæddur 1995 en hann kom við sögu í þremur leikjum Vals á síðasta tímabili. Bjarni Geir er hávaxinn bakvörður sem gæti fengið aukið hlutverk hjá liðinu á næsta tímabili þar sem karlalið Vals spilar í fyrstu deild á næsta ári.
mynd : valur.is – Bjarni Geir og Ragnheiður við undirskrift samninga