ÍR mætti til Akureyrar þar sem Þórsarar tóku á móti þeim í Höllinni. Þórsarar mættu flestir vel stemmdir í leikinn. Ingvi er ekki orðinn leikfær eftir höfuðhögg og Ivan spilaði einungis tæpar sex mínútur þar sem hann átti við einhverja magakveisu að stríða. Það kom ekki að sök þar sem Þórsarar unnu að lokum öruggan 107-84 sigur.
Karfan ræddi við Bjarka Ármann Oddsson þjálfara Þórs Ak eftir tap og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan: