spot_img
HomeFréttirBjargaði pari eftir tap í Hellinum

Bjargaði pari eftir tap í Hellinum

 

Mögulega halda einhverjir að þessi fyrirsögn eigi heima á kylfingur.is eða heimasíðu golfsambandsins en svo er ekki. Guðmundur Jónsson leikmaður þeirra Keflvíkinga neyddist til að játa sig sigraðann í gær í Hellinum þegar Keflvíkingar mættu ÍR í framlengdum leik.  Leikurinn vannst með minnsta mun og Guðmundur spilaði 35 mínútur.  Kappinn setti niður 13 stig og tók 2 fráköst á þessum 35 mínútum. 

 

Eftir leik fór Guðmundur beint á vakt í Reykjanesbænum þar sem hann starfar sem slökkviliðsmaður. Þegar liðið er á miðnætti kemur útkall þar sem að íbúð að Vesturgötu í bænum varð eldi bráð.  Guðmundur og hans kollegar voru fljótir að ná tökum á eldi en fyrst þurfti að bjarga konu og karlmanni sem í íbúðinni voru.  Parið var þungt haldið eftir reyk í íbúðinni en voru með meðvitund þegar þeim var bjargað samkvæmt VF.is og litlu mátti muna samkvæmt lögreglu á staðnum.   Á myndinni hér sem fylgir fréttinni má sjá Guðmund að störfum, ekki er að sjá að kappinn hafi spilað framlengdann "thriller" leik í Hellinum fyrr um kvöldið. 

 

Mynd: VF.is

 

Fréttir
- Auglýsing -