Ísland mætir Rúmeníu ytra í dag í undankeppni EuroBasket 2015. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma en hægt verður að nálgast beina tölfræðilýsingu frá viðureign liðanna á vef Fiba Europe.
Ísland tapaði um helgina nokkuð illa gegn Búlgaríu 88-59, stórt tap í keppni sem býður eiginlega ekki upp á að misstíga sig með þessum hætti. Upp á framhaldið að gera er fátt annað en sigur fyrir okkar menn í boði í kvöld og svo tvær fullar Laugardalshallir þegar heim er komið enda stuðningurinn hér nokkuð sem skipt getur sköpum.
Mynd/ KKÍ.is – Logi Gunnarsson sækir að körfu Búlgara í fyrri leiknum.