spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaBirna til Binghamton Bearcats

Birna til Binghamton Bearcats

A landsliðskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir hefur gengið til liðs við Binghamton Bearcats í bandaríska háskólaboltanum. Bearcats eru í Vestal í New York ríki og leika í American East hluta fyrstu deildar. Kemur Birna til liðsins eftir eitt ár með Arizona Wildcats.

Birna verður ekki eini íslenski leikmaðurinn hjá liðinu á næsta tímabili, en fyrir var þar bakvörðurinn Hákon Örn Hjálmarsson.

Fréttir
- Auglýsing -