Birna Benónýsdóttir og Binghamton Bearcats töpuðu í gærkvöldi fyrir Ohio Bobcats í bandaríska háskólaboltanum, 67-76.
Það sem af er tímabili hafa Bingamton Bearcats unnið fjóra leiki og tapað sex.
Birna var stigahæst í liði Bearcats í leiknum með 18 stig á um 21 mínútu spilaðri.
Næsti leikur Birnu og Bearcats er á gamlársdag gegn UMBC Retrievers.
