spot_img
HomeFréttirBirna og Binghamton unnu seinni leikinn gegn New Hampshire

Birna og Binghamton unnu seinni leikinn gegn New Hampshire

Birna Valgerður Benónýsdóttir og Binghamton Bearcats unnu í kvöld lið New Hampshire Wildcats í bandaríska háskólaboltanum, 56-58. Leikurinn var sá annar sem liðin léku a jafn mörgum dögum, en þeim fyrri töpuðu Bearcats, 57-52. Það sem af er tímabili hafa þær unnið þrjá leiki og tapað sjö.

Á 7 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Birna 2 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu. Næsti leikur Bearcats er gegn UMass Lowell River Hawks þann 16. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -