Haukar lögðu Breiðablik í kvöld í Dominos deild kvenna, 60-70. Leikurinn sá fyrsti sem liðin leika eftir nokkurra vikna landsleikjahlé, en eftir hann eru Haukar í efri hluta deildarinnar með 12 stig á meðan að Breiðablik er öllu neðar með 4 stig.
Karfan spjallaði við Birgit Ósk Snorradóttir, leikmann Breiðabliks, eftir leik í Smáranum. Birgit átti góða innkomu af bekk Blika í kvöld, endaði leik sem atkvæðamesti leikmaður liðsins með 15 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta.