spot_img
HomeFréttirBill Russell látinn 88 ára að aldri

Bill Russell látinn 88 ára að aldri

Körfuboltagoðsögnin Bill Russell lést í gær 88 ára að aldri eftir að hafa glímt við veikindi í nokkrun tíma.

Bill lék fyrir San Francisco í bandaríska háskólaboltanum áður en hann gerðist atvinnumaður hjá Boston Celtics. Þar lék hann frá árinu 1956-1969, vann titilinn í 11 ár og var í 5 skipti valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Liðið þjálfaði hann svo frá 1966-69 og þá þjálfaði hann Seattle Supersonics 1973-77 og Sacramento Kings 1987-88.

Þá var hann tekinn inn í frægðarhöllina 1975 og valinn einn af 50 bestu leikmönnum deildarinnar frá uððhafi árið 1996.

Fréttir
- Auglýsing -