Ekki er ósennilegt að bikarskálin fræga finnist í þúsund brotum á næstunni og ef það verður raunveruleikinn væri það góð ágiskun að áætla að einhver úr Þorlákshöfn hefði komið henni fyrir kattarnef. Bikarskálin hefur ekki verið Þorláskhafnar-þórsurum vilhöll síðustu misseri.
Frá tímabilinu 2011-2012 hefur bikarskálin sent Þórsara á Sauðárkrók, Ólafsvík, Stykkishólm, Borgarnes, Höfn og Ísafjörð svo nokkrir staðir séu nefndir. Síðustu fjögur tímabil hafa Þórsarar fallið úr leik á útivelli, spilað alls 10 bikarleiki og aðeins einn þeirra á heimavelli…skyldi nokkurn undra að Þórsarar hafi horn í síðu skálarinnar.
Í ár hafa Þórsarar leikið í Grindavík í bikarnum og í næstu umferð, 16 liða úrslitum, eru Þórsarar á leið til Egilsstaða að glíma við Hattarmenn.
Bikarleikir Þórs síðustu fimm tímabil:
2015-2016
Höttur-Þór Þorlákshöfn (16 liða úrslit)
ÍG 67-121 Þór Þorlákshöfn
2014-2015
KFÍ 71-81 Þór Þorlákshöfn
Keflavík 89-78 Þór Þorlákshöfn (duttu út á útivelli)
2013-2014
Sindri 43-112 Þór Þorlákshöfn
Skallagrímur 80-108 Þór Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn 73-68 Haukar
Grindavík-93-84 Þór Þorlákshöfn (duttu út á útivelli)
2012-2013
Stjarnan b 60-99 Þór Þorlákshöfn
Snæfell 91-83 Þór Þorlákshöfn (duttu út á útivelli)
2011-2012
Víkingur Ó. 52-120 Þór Þorlákshöfn
Tindastóll 78-76 Þór Þorlákshöfn (duttu út á útivelli)
Mynd/ Þessi annars hagleikssmíð mun líklega fá sinn eigin lið í ársreikningum Þórsara á næstunni.