Bikarmeistarar Keflavíkur hafa samið við Wendell Green Jr. um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónusdeild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Wendell er 22 ára bandarískur leikstjórnandi sem kemur til Keflavíkur frá efstu deild í Serbíu þar sem hann lék sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Þar áður var hann á mála hjá sterku liði Auburn og Eastern Kentucky í bandaríska háskólaboltanum.
Samkvæmt tilkynningu Keflavíkur mun Wendell vera síðasta púslið í liðið fyrir tímabilið.