Grindavíkurstúlkur lögðu stöllur sínar úr Njarðvík í ágætis leik þó að staðan segi annað.
Gestirnir stóðu vel í heimastúlkum í byrjun leiks og voru að hitta vel, mjög jafnt var á meðal liðana þangað til um miðjan 1. leikhluta en þá kom getumunur liðanna í ljós og Grindavíkurstúlkur sigu framúr og voru í þægilegri stöðu það sem eftir lifði leiks. Skemmtilegt var að sjá að Daníel þjálfari leyfði yngstu stelpunum okkar að koma inn á í 2. leikhluta og stóðu þær sig frábærlega jafnt í vörn sem sókn.
Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleik miklu betur og voru að hitta vel, það kom smá titiringur í heimastúlkur en sigurinn var þó aldrei í hættu. Ungu leikmennirnir fengu svo að klára leikinn sem endaði 86-61. Góður sigur hjá stelpunum okkar sem hefðu þó getað hitt betur en spilamennskan var mjög flott.
Stigahæstar hjá Grindavík voru Whitney Frazier með 27 stig, Sigrún Sjöfn Ámundardóttir 13 stig og svo voru Íris Sverrisdóttir og Lilja Ósk Sigmarsdóttir báðar með 10 stig.
Stigahæst hjá Njarðvík voru Karen Dögg Vilhjálmsdóttir og Svanhvít Ósk Snorradóttir báðar með 16 stig.