Tveir leikir fara fram í fyrstu deild kvenna í kvöld.
Ármann tryggði sér sigur í 1. deildinni þann 7.mars síðastliðinn og þar með sæti í Bónus deild kvenna á næstu leiktíð. Liðið fær deildarmeistarabikarinn afhentan í kvöld á heimavelli í Laugardalshöll þegar liðið tekur á móti KR kl. 19:15.
Þá mun Selfoss taka á móti B liði Keflavíkur.
Leikir dagsins
Fyrsta deild kvenna
Ármann KR – kl. 19:15
Selfoss Keflavík b – kl. 19:15