spot_img
HomeFréttir“Big Game” Brilli bjargar KR heim úr Röstinni

“Big Game” Brilli bjargar KR heim úr Röstinni

KR sigraði Grindavík í öðrum leik rimmu þeirra í 8 liða úrslitum úrslitakeppni Dominos deildar karla í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli þeirra í Röstinni í Grindavík með 81 stigi gegn 77. KR eru því komnir með þægilega 2-0 forystu í einvíginu og þurfa þ.a.l. aðeins einn sigurleik í viðbót til þess að senda lið Grindavíkur á veiðar. Þriðji leikur liðanna fer fram komandi fimmtudag vestur í bæ, í DHL höllinni kl. 19:15.
 

Fyrsti leikur þessa einvígis er sagt hafa borið mikinn skyldleika við þann er fór fram í kvöld. Það er, að í honum var það KR sem að virtist vera mun betra liðið á vellinum, eða alveg þangað til að Grindavík spýtti í lófana og kom á hetjulegan hátt til baka undir lokin. Leikurinn í kvöld hinsvegar með öfugum hætti, þ.e. að það var Grindavík sem átti leikinn alveg þangað til að KR komu til baka undir blálokin. Eini munur þessara tveggja leikja kannski sá að KR tókst að vinna þá báða. Héldu út í fyrri leiknum, en Grindavík ekki í þessum.

 

Leikurinn fór vel af stað. Þar sem að bæði lið virtust rétt stemmd. Þó fyrsti leikhlutinn hafi endað með 9 stiga sigri KR (16-25), þá var það samt ekkert sem gaf neitt í ljós annað en að Grindavík ætti eftir að koma til baka.

 

 

Í öðrum leikhlutanum gerðu þeir einmitt það. Unnu annan leikhluta með meiri mun en þeir höfðu tapað með í þeim fyrsta (31-14) og þegar haldið var til búningsherbergja í hálfleik var það ekki aðeins tölfræðilegur munur sem Grindavík hafði unnið sér inn (staðan í hálfleik var 47-39), heldur höfðu þeir farið af slíku offorsi til þess að ná í það, að undirritaður efast um að nokkur þeirra fjölmörgu stuðningsmanna sem mættu í Röstina í kvöld hafi órað fyrir að þeirra lið ætti eftir að gera nokkuð annað en að koma þessum í koju frekar auðveldlega.

 

Mikið fór fyrir þeim bræðrum Þorleifi (8 stig) og Ólafi Ólafssyni (15 stig / 4 stoðsendingar) í fyrri hálfleiknum. Barátta þeirra og elja virtist virka eins og eldsneyti á félag þeirra í liðinu því (sérstaklega í 2. leikhlutanum) leiddu þeir sína menn með fordæmi og létu, á tímabilum, liðsmenn KR líta út fyrir að vera annars flokks. Fyrir gestina var það Helgi Már Magnússon (12 stig) skipti mestum sköpum í þessum fyrri hálfleik.

 

 

Eftir hlé héldu heimamenn áfram á svipaðri braut og þeir höfðu endað fyrri hálfleikinn á. Fóru inn í fjórða leikhluta með 13 stiga forystu (67-54).

 

Síðasti leikhlutinn virtist svo ætla að verða heimamönnum auðveldur eftir að Oddur Rúnar Kristjánsson opnaði stigareikning hlutans með þrist (70-54) þegar aðeins um 15 sekúndur höfðu liðið af honum. KR setti hinsvegar allt í lás varnarlega (um þetta leyti) og hófst handa við að vinda ofan af þeim ógöngum sem að þeir höfðu verið búnir að koma sér í. Voru 11-1 eftir umrædda þriggja stiga körfu Odds Rúnars og þegar tæpar 4 mínútur voru eftir, leyfðu þeir Grindavík ekki að skora það sem eftir lifði leiks. 

 

 

Lykilmaður þessa leiks, Brynjar Þór, var þeim einkar mikilvægur á þessum lokamínútum leiksins, skoraði síðustu 7 stig leiksins. Sem meðal annarra innihélt risastóran þrist (í stöðunni 77-76) sem kom KR yfir (77-79) í fyrsta skipti síðan í 2. leikhlutanum, sem og banahöggið (77-81) í hraðaupphlaupi eftir að Grindavík hafði (sjá myndband) klúðrað sínum málum til að skora undir blálok leiks.

 

Möguleiki Grindavíkur til að jafna:

 

 

KR vann því leikinn með 81 stigi gegn 77 og fer því með þæginlega 2-0 forystu aftur í Frostaskjólið, þar sem að komandi fimmtudag, þeir munu freista þess að sópa Grindavík út úr úrslitakeppninni þetta árið.

 

Lykilmaður leiksins var leikmaður KR, Brynjar Þór Björnsson, en hann skoraði 18 stig (9 stig í 4. leikhluta) og tók 7 fráköst á þeim 29 mínútum sem hann spilaði í kvöld.

 

 

Myndasafn #1

Myndasafn #2

Tölfræði 

 

Punktar:

  • KR var með 45% (26/58) nýtingu skota sinna á móti 36% (27/76) hjá Grindavík.
  • Grindavík tók 43 (14/29) fráköst á móti 39 (4/35) hjá KR.
  • Grindavík gaf 20 stoðsendingar á móti 17 hjá KR.
  • Grindavík stal 8 boltum á móti 5 hjá KR.
  • KR var með 91% (20/22) vítanýtingu í leiknum á móti 85% (11/13) hjá Grindavík.
  • Pavel Ermolinskij (KR), sem hafði verið á meiðslalistanum, spilaði rúmar 17 mínútur í þessum leik, en þó hann hafi skorað 11 stig og gefið 9 stoðsendingar, var lið hans -11 stig á meðan að hann var inni á vellinum í leiknum.
  • Þorleifur Ólafsson (Grindavík), sem einnig hefur verið á meiðslalistanum (ári lengur), spilaði tæpar 24 mínútur, setti 13 stig og tók 7 fráköst.
  • Eitthvað var orðið heitt á könnunni á milli leikmanna Grindavíkur og dómara þegar að leik lauk, en þá stóð leikmaður Grindavíkur í þeirri trú að í lokin hafi hann náð að verja sniðskot Brynjars Þórs og því hafi ekki (eins og gert var) verið réttlátt að dæma villu á hann. Þessari gagnrýni tóku dómarar hið versta og að lokum þurfti að ganga á milli manna svo ekki yrði illt af (“hold me back”). Hvort eitthvað var hæft í gagnrýni leikmannssins eður ei geta lesendur reynt að dæma sjálfir (sjá myndband)
  • Einnig hafði eitthvað misjafnt farið á milli stuðningsmanna Grindavíkur og Helga Má Magnússonar á meðan leik stóð, en eftir leik baðst Helgi forláts á því (sjá myndband)
  • Næsti (hugsanlega síðasti) leikur þessara liða fer fram í Reykjavík þann 26. (komandi fimmtudag) næstkomandi kl. 1915.

 

 

Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur

 

 

Grindavík-KR 77-81 (16-25, 31-14, 20-15, 10-27)

 

Grindavík: Rodney Alexander 17/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 13/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10/8 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 10, Oddur Rúnar Kristjánsson 8, Ómar Örn Sævarsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.

 

KR: Helgi Már Magnússon 21/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 18/7 fráköst, Michael Craion 14, Pavel Ermolinskij 11/9 fráköst, Darri Hilmarsson 8, Björn Kristjánsson 5, Finnur Atli Magnússon 4/4 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Darri Freyr Atlason 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0.

 

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson

Brynjar Þór – KR:

 

Þorleifur – Grindavík:

 

Finnur – KR:

 

Sverrir Þór – Grindavík:

 

Helgi Már – KR:

 
Fréttir
- Auglýsing -