Á morgun mánudag 21. júní munu BIBA körfuboltabúðirnar rúlla af stað hjá ÍR í Seljaskóla, en þetta er í fimmta skipti sem búðirnar eru haldnar. Nú þegar hafa fjölmargir skráð sig til leiks, en það er þjálfari ÍR í Dominos deild karla Borche Ilievski sem hefur veg og vanda af búðunum.
Í búðunum fá leikmenn 10 fyrirlestra um ólík málefni tengd körfubolta og heilsu. Í öðrum hluta þeirra verður áhersla á keppni, þar sem æfingar verða í einum á einn, vítaskotum og þriggja stiga skotum. Við enda hverra búða er svo leikinn stjörnuleikur og eftir hann eru verðlaunaafhendingar.
Búðirnir eru fyrir stelpur og stráka 10 til 16 ára. Dagskrá verður frá kl. 08:00 til kl. 17:00 námskeiðsdagana. Innifalið í verði er búningur, hádegismatur og verðlaun.
Búðirnar hafa verið vel sóttar í gegnum árin og er árið í ár engin undantekning. Hinsvegar vegna afbókana sem komu á síðustu stundu hafa þrjú sæti opnast og mun því vera hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á [email protected] .
Meira en bara körfubolti
Viðhorf, agi, þolinmæði og liðsheild
- 5+ klukkutímar af krefjandi æfingum á dag
- Unnið í einbeittum, minni hópum með reynslumiklum þjálfurum
- Fyrir frekari upplýsingar geta áhugasamir heimsótt Facebook-síðu BIBA Ísland eða haft samband við stjórnendur með tölvupósti.