spot_img
HomeFréttirBIBA búðirnar 2023 þakka fyrir sig

BIBA búðirnar 2023 þakka fyrir sig

Áttundu árlegu BIBA búðirnar voru haldnar á dögunum að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Þetta voru fimm dagar af mikilli vinnu, hollustu, lærdómi og mikilli skemmtun. Allir krakkarnir tóku þátt í búðunum af áhuga og voru spennt að taka þátt í þeim. Líkt og áður voru það um 100 krakkar sem fengu að taka þátt.

Líkt og árin á undan voru veitt verðlaun til þeirra leikmanna sem taldir voru skara framúr í búðunum, en þetta árið var Logi Smárason valinn MVP búðanna, Leó Birgisson var MVP stjörnuleiksins, Lárus Björn Björnsson var besti varnarmaðurinn, Rún Sveinbjörnsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn og Ragnhildur Katla Ólafsdóttir fékk verðlaun fyrir besta hugarfarið.

Hérna eru búðirnar á Facebook

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá BIBA 2023:

Fréttir
- Auglýsing -